Um okkur

Kveikjan að stofnun Hollvinasamtaka Borðeyrar barst með norðanáttinni á vordögum 2009.
Boðað var til stofnfundar 11. júní sama ár.  Fundurinn var fjölmennur og Samþykktir félagsins í 11 liðum voru þar mótaðar og samþykktar af fundarmönnum.  En Hollvinasamtök Borðeyrar hafa það að markmiði að efla byggð á eyrinni, halda sögu staðarins á lofti og vera öllum aðstandendum bakland til allra góðra verka.
Allir sem finna sig með hugsjónum félagsins er velkomið að taka þátt í starfi þess, hvar sem þeir búa.